Dagur eitt í Delhi

Þessi dagur er búinn að vera ágæt kennslustund fyrir okkur Íslendingana hér sem komum í morgun með fluginu frá Bahrain til Delhi.  Við lentum nú um 05:30 í morgun og mikið var nú gott að sjá strákana í COC eftir að við komum út úr tollinum.  Þeir gengu frá fyrir okkur leigubíl uppá hótelið okkar og hjálpuðu okkur að ganga frá því öllu en þá fengum við kennslustund nr. 1 í dag.  Það var s.s. hvaða leigubíll er valinn þegar þarf að koma fólki frá flugstöðinni t.d. - já þú heldur að það hafi verið sá fremmsti?  nei nei nei, það var leigubíllinn inn á meðal nokkurra annarra!  Já já - ekkert mál, bara að hnika bílnum smá fram og til baka osfrv. en þegar leigubílstjórinn okkar bakkaði og var ca 10 mm - já 1 cm - frá hinum bílnum við hliðina var þetta hnjask eiginlega orðið gott og sá sem var að aðstoða bílstjórann okkar að koma sér út úr röðinni stökk bara upp í hinn bílinn, ræsti hann og færði frá og þá var ekkert mál fyrir okkur að komast líka!!!  Jæja, en þá er það kennslustund tvö í dag og það er hvernig maður keyrir bíl í Delhi.  Ok - við vorum sammála um að það væri ekki fyrir okkur að keyra hér!  Til að geta keyrt þarf maður þrennt (fyrir utan sjálfan bílinn s.s.) það er: 1. Góðar bremsur, 2. Góða flautu, 3. Heppni !  Og sé þetta til staðar þá er maður í ágætum málum. - en jæja að kennslustundinni.  Já, það er s.s. best þegar maður keyrir á vegunum hér sem eru svona millistig vegar og hraðbrautar að keyra helst yfir hvítu línunum  - og svo stundum á hinum vegarhelmingnum af því að vegurinn þar er betri en hérna megin! :-)  Ok, þá er það kennslustund nr. þrjú.  Það er að passa sig á bílunum!  Bílstjórinn okkar var næstum búinn að rúlla yfir gangandi vegfaranda!  Þeir voru kannski 10 cm frá hvor öðrum... og í annað skipti var rúta næstum búin að ýta okkur út af - eða strætó ...  það var flautað tvisvar; bípp bípp og svo bara keyrt yfir á næstu akrein þar sem við vorum s.s. 
Þá er held ég aksturskennslustundum dagsins í dag lokið...  - samt aldrei að vita... :-)
Já, við komumst s.s. á hótelið sem skv netinu leit ágætlega út en umhverfið eiginlega ömurlegt þegar við komum á staðinn og við Arna litum á hvor aðra með sömu spurningu í huga - ætli hótelið sé nokkuð líkt umhverfinu?  Lobbýið var fínt og hreint og við skráðum okkur inn.  Svo komum við uppá herbergi og við Arna vorum bara í "OH MY GOD"!!! Rúmteppið hafði örugglega aldrei verið þvegið og ekki undir rúminu heldur, og baðherbergið... jæja látum nú engann alveg missa matarlyst en við ákváðum s.s. að við Loftur skyldum ath með annað hótel á meðan Arna væri á námskeiðinu í dag.  Við spreyjuðum okkur með moskítóflugnaspreyi og fórum svo út, fengum leigubíl og skutluðum Örnu á Habitat Center þar sem flest mun gerast á heimsþinginu.  Þar fengum við Loftur okkur góðan morgunmat og könnuðum svo á hótelinu þar hvort þeir ættu laust og hvað það kostaði.  Allt fullt þar en mikið rosalega voru þeir almennilegir í afgreiðslunni, bara váá   hann fann fyrir okkur gistiheimili mjög nálægt og á verði ekki mikið dýrara en það við áttum að borga á hinu hótelinu og við fengum líka að fara og skoða áður en við tækjum ákvörðun.  Bara frábært.  Þannig að við fengum aftur leigubíl og fórum á þetta hótel þar sem við erum s.s. núna.  Ég skoðaði herbergin og þau voru jafn laus við nokkurt lifandi eins og er hægt að gera ráð fyrir á Indlandi held ég amk.
Þannig að enn fengum við Loftur okkur leigubíl, keyrðum á hitt hótelið og þeir voru nú eins og gefur að skilja ekki hrópandi himinglaðir yfir að við ætluðum að tékka út tveim tímum eftir að tékka okkur inn!  En við útskýrðum það s.s. þannig að það væri of langt frá Headquarters hótelinu og HC því oft er það svo á svona þingum að maður hefur um hálfan klt til að fara heim, í sturtu, þvífa andl, og mála aftur og í gala fötin eða kokteilfötin eða....
En auðvitað var þrifnaðurinn aðalatriðið því við kusum að vakna ekki um miðja nótt í "lifandi rúmi" eins og allt leit út fyrir að myndi gerast þarna.
Síðan fórum við aftur á nýja hótelið okkar, lögðum okkur og löbbuðum svo í HC en við vorum heilar 10 mín með því að stoppa oft og taka myndir og labba í mestu makindum og rólegheitum.  Bara frábær staðsetning!
Við fengum okkur öl og GT og svo að borða í frh þar eð við biðum eftir Örnu en henni hafði greinilega seinkað á námskeiðinu.  Svo fórum við öll ásamt fullt af JCI félögum yfir á HQ hótelið sem heitir Ashok hótel. Þar hittum við vini frá USA og Lúxemborg sem við höfum ekki hitt frá Evrópuþingi í Truku í sumar.
Þar sem Arna er í framboði til Varaheimsforseta JCI 2009 er hún með "curfew" og þarf að vera komin á hótelið ekki seinna en miðnætti og við orðnar þreyttar fórum við um 22 en hún átti þá eftir að taka úr töskunum og slíkt.  Síðan fór hún bara að sofa og ég að skrifa þetta áður en ég fer að sofa.  Ég ætlaði að reyna að setja inn myndir - en held það verði að gerast síðar svo ég sofni ekki ofan í tövluna...
Skrifa meira seinna.
kveðja frá Indlandi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband