1.2.2008 | 21:33
Hvað er að?
Myrti barn sitt í örbylgjuofni
Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist.
China Arnolds er sögð hafa vafið eins mánaðar gamla dóttur sína, Paris Talley, inn í teppi áður en hún lagði hana í ofninn, í ágúst árið 2005. Síðan gekk hún út í garðinn.Nú er Arnolds fyrir rétti í Montgomery sýslu í Ohio, þar sem hún neitar því að hafa framið morð að yfirlögðu ráði.
Saksóknarinn segir að hún hafi játað morðið strax við fyrstu yfirheyrslu. Þá sagði hún; "Ég drap barnið mitt. Ég pakkaði henni inn. Ég lagði hana í örbygljuofninn. Ég kveikti á honum og gekk út í garð. Hún passaði alveg."
Læknar sem krufðu Paris Talley segja að útvortis hafi ekkert séð á henni. Innvortis hafi hún hinsvegar borið merki um gífurlegan hita.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.