Hvað er að?

Stenst það ekki að skrifa nokkur orð um þessa grein í Vísi í dag.

Vá - hvað er að fólki?  hvaða afsökun er að vera drukkin?  er ekki einfaldara að skilja barnið eftir á kirkjutröppu eða hjá félagsmálayfirvöldum og lýsa því yfir að hún væri ekki hæf móðir og gefa það frá sér?  ég get bara ekki annað en spurt - hvernig getur nokkur verið svona illur við sitt eigið barn? 

Vísir, 01. feb. 2008 17:37

Myrti barn sitt í örbylgjuofni

mynd

Óli Tynes skrifar:

Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist.

China Arnolds er sögð hafa vafið eins mánaðar gamla dóttur sína, Paris Talley, inn í teppi áður en hún lagði hana í ofninn, í ágúst árið 2005. Síðan gekk hún út í garðinn.

Nú er Arnolds fyrir rétti í Montgomery sýslu í Ohio, þar sem hún neitar því að hafa framið morð að yfirlögðu ráði.

Saksóknarinn segir að hún hafi játað morðið strax við fyrstu yfirheyrslu. Þá sagði hún; "Ég drap barnið mitt. Ég pakkaði henni inn. Ég lagði hana í örbygljuofninn. Ég kveikti á honum og gekk út í garð. Hún passaði alveg."

Læknar sem krufðu Paris Talley segja að útvortis hafi ekkert séð á henni. Innvortis hafi hún hinsvegar borið merki um gífurlegan hita.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband