22.2.2008 | 00:37
Fyrsti dagurinn á EPM í Krakow á enda
Fyrsti dagur EPM í Krakow er á enda og ég ætti auðvitað að vera löngu sofnuð... Klukkan er núna að verða 01:30 og ég þarf að vakna kl: 06:30... svona eru fundirnir okkar!
Mikið rosalega er þetta búinn að vera góður dagur! Við Loftur fórum í bæinn til að skoða og versla nokkra minjagripi - mig vantar reyndar ferðatösku en það er önnur saga - en almáttugur - ekki koma hingað til að versla!!! Hér er æðislegt mall og þvílíkt stórt - gæti verið í henni Ameríku! og flott líka - en verðið er alveg eftir því! Þannig að við Loftur röltum í miðbæinn og fórum þar í minjagripaverslun þar sem "dót" var fundið handa litlu dótturinni (4ára) og svo í kristalsbúð þar sem rest af minjagripum var keypt! Ætli við komumst nokkuð meira út i svona leiðangra? er líka allt í lagi.
En kl. 14 byrjaði fyrsti fundurinn og hann var eins og annað mjög áhugaverður. Heimsforsetinn okkar Graham Hanlon tók m.a. til máls og fjallaði hann m.a. ítarlega um að við séum mjög svo pólitísk hreyfing því í einkunnarorðunum sem við vinnum eftir eru mjög pólitískar setningar eins og að "lög skuli ráða fremur en menn" og að "skipting gæðanna verði réttlátust við einstaklingsfrelsi og frjálst framtak" honum voru þessar setningar mjög umhugaðar því þær eru í eðli sínu pólitískar. Þær segja við aðhyllumst ekki kommúnisma - það er ein leið til að segja það sem hann var að útskýra fyrir okkur - enda er maðurinn lögfræðingur - amk eftir því sem ég best veit - en starfsstéttir eru mjög sjaldan ræddar hjá okkur og við getum verið búin að þekkjast í dágóðan tíma áður en okkur dettur í hug að spyrja að þessu sem er okkur svo mikilvægt - en hvað um það. Graham sagði að í lögunum okkar stendur að við séum "non partisan political organization" sem er jú allt annað mál. Við erum ekki flokksbundin!!! En vissulega er pólitík í öllu sem allir gera ekki satt?
Síðan kynnti Zsolt fyrir okkur ýmis prógrömm sem eru á dagskránni hjá JCI og það eru verkefni sem við þekkjum mæta vel heima - TOYP og BBP m.a. En hann kynnti sérstaklega vel e-world sem einungis JCI félagar hafa aðgang að og maður minn - verður þetta flott þegar allt verður komið upp. Tómas mun segja öllum JCI félögum meira af því eftir að við komum heim og segjum honum allar fréttirnar! En það má virkilega segja vá! ekki nóg með að þetta sé flott prógramm - nei - það er ótrúlegasta tölfræði sem er hægt að taka þarna úr og við getum notfært okkur - á Íslandi sem og á heimsvísu - við getum fengið upplýsingar hversu margir í Noregi eru að nota e-world 97% allra félaga og í Austurríki 7% þetta er bara til dæmis!!! bara FRÁBÆRT.
Síðan var farið á Kaiser Jozef að borða en það er veitingastaður sem heitir í höfuðið á honum hér - frábær pólskur matur!
Svo til baka og á námskeið í GPS - útskýring á því verður að bíða þangað til þið farið sjálf á þetta námskeið - en þvílíkt flott.
Svo barinn í "smá" stund - varð óvart að tveim tímum - þá er sturtan eftir og tölvupóstur dagsins og nokkrar blogg línur og að endingu góða nótt!!! sofið vel heima á Íslandi.
Kær kveðja til ykkar allra
Birgit Raschhofer
Landsforseti JCI Íslands 2008
Athugasemdir
Frábeyrt að heyra um þetta starf :) Það er gaman að heyra hvað fram á þessum fundum sem við poppullinn kemur ekki á. Það væri líka gaman að heyra um upplifunina að fara á ræðukeppnirnar um daginn :)
kveðja Tómas
TómasHa, 2.3.2008 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.