3.6.2008 | 23:33
Evrópuþing JCI í Turku Finnlandi
Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast - en ef ekki er tilefni til núna þá er það aldrei!
JCI er bara frábærasta hreyfing sem til er (þekki svo sem ekki margar aðrar en...) það sem boðið er uppá er geggjað. Á hverju ári er Evrópuþing sem er sem sagt núna í Turku í Finnlandi, á næsta ári verður það í Budapest í Ungverjalandi og 2010 í Arhus í Danmörku. Síðan er boðið uppá heimsþing sem verður núna í Nýju Dehli á Indlandi í nóvember og á næsta ári í Túnis! Vá.
Ég er í því hlutverki í ár að vera landsforseti og þvílíkur heiður það er með þá frábæru félaga sem við eigum á Íslandi og að vera fulltrúi þeirra er mikil ánægja. Núna erum við 14 á þinginu sem flottur hópur af frábærum félögum! Tveir eru búnir að vera á mjög svo strmbnu námskeiði í því að verða betri leiðbeinendur en við gerum jú mjög mikið af því að vera með námskeiðahald. En það sem er í boði hér er stórkostlegt fyrir félagana mína, alls konar námskeið á daginn, ræðukeppnir einstaklinga - þar sem við eigum auðvitað frábæran fulltrúa - svo er rökræðukeppni þar sem við munum örugglega eiga frábært lið, svo eru kvöld skemmtanir og kvöld partý, - ekki má svo gleyma góðan dag partýunum sem oft hafa verið kölluð "after party" og jafnvel "after after party" en heita hér after party og good morning party! þannig að þeir sem koma hingað bara til að skemmta sér geta haft nóg að gera jafnt á við þá sem komu til að fara á námskeið og fleira slíkt.
Ekki má svo gleyma að hér verða yfir 2000 JCI félagar frá öllum heiminum en þó flest frá Evrópu. Nokkrir koma á morgun frá Suður Kóreu, hér eru nokkrir Japanir, Brasilíumenn, Ameríkanar og svo frá flest öllum löndum Evrópu en JCI hreyfingin er í lfokki stærstu félagasamtaka sem starfa óháð stjórnmálasamtökum enda erum við með yfir 115 aðildarlönd, reyndar hef ég heyrt að einungis Rauði Krossin og Rauði hálmáninn, ásamt Olympíuhreyfingunni séu í fleiri löndum en við!
En - þið heyrið meira frá mér á morgun eða hinn.
kveðja frá Finnlandi,
Birgit Raschhofer
Landsforseti JCI Íslands 2008
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.