Ber okkur að borga?

Skýlaus krafa á að vera að leggja þetta mál í dóm.  þegar fólk skuldar einhverjar milljónir og borgar ekki fer það í skuldafangelsi - en ef þjóð borgar ekki? hvað þá?  fer þjóðin í skuldafangelsi?  fáránlegt ekki satt?  en hver á að dæma? og hvers vegna eigum við að borga fyrir klúður í lagasetningum evrópusambandsins?
mbl.is Ber okkur í raun að borga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæl vinkona, þetta er ljóta klúðrið sem ráðamenn eru búnir að koma okkur í og svo virðist sem þeir séu tilbúnir að setja okkur í enn meiri vanda til að fela slóðina eftir sig. Icesave er mikklu stærra en komandi kynslóðir geta ráðið við og svo eigum við að afsala okkur málskotsrétti og griðum.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 10:05

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mín vegna má setja Bjöggana, Sigurjón, Halldór og allt þáverandi bankaráð Landsbankans í skuldafangelsi.  En þeir skulu láta íslensku þjóðina í friði.

Sigríður Jósefsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:13

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Alltaf eru að koma upp nýjar hliðar á málunum ,3 okt 2008 þegar Bretar voru að leggja inn á icesave þá voru þeir lagðir inn á sérstakan reikning hjá breska seðlabankanum en ekki inn á icesavereikning . Ég er nú alveg hættur að botna þessa vitleysu hvað varð þá af þessum peningum sem við erum sagðir skulda Bretum sem voru lagðir inn á icesave en lentu hjá breska seðlabankanum ,hvað er rétt og hvað rangt ,hvað snýr upp og hvað snýr niður ,hvernig eiga alþingismenn að geta samþykkt að við borgum icesave þegar þeir peningar fóru aldrei inn á icesave heldur á reikning hjá seðlabankanum í Bretlandi og þar með vitvísandi að blekkja okkur íslendinga því fjármálaráðherra Breta hlýtur að hafa vitað af þessu.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 27.6.2009 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband