29.1.2008 | 13:34
Hélaðar rúður - sektir
Þetta er náttúrulega alveg sjálfsagt að sekta fyrir að skafa ekki af rúðum - en ég spyr - hvað með ökuljósin? Hversu margir hafa ekki keyrt undanfarna daga á móti bíl þar sem eigandinn nennti ekki að skafa af ljósunum og þykkt snjólag verið yfir þannig að ekki sást neitt - eða í mesta lagir örlítil ljóstýra - frá ökuljósum bílsins? Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna það væri ekki sektað við þessu? Lögreglan á að vera duglegri að sekta og ekki gefa neitt eftir í þessum efnum því þetta varðar öryggi okkar allra sem erum á götunum sama hvort við erum fótgangandi, í bíl, hjólandi eða hvað. Sama má segja um þá sem skafa af bílum sínum 20 sm gat í framrúðunni og sjá því rétt út um glugga bilsins en svo ekki söguna meir.
En þetta er bara mín skoðun... Lögreglan á að sekta og það dyggilega - ekki einhverjar aumingja 5000 krónur - nei það eiga að vera amk 15000 og allt upp í 60000 eftir tekjum einstaklinga! eins og gert er t.a.m. í Finnlandi. Umferðarsektir fara þar á bæ eftir tekjum og er bara viss prósenta af þeim!!!! þannig að sá sem þénar 200.000 fær hlutfallslega sömu sekt og sá sem er með 2.000.000 í laun á mánuði því það gefur auga leið að sá sem þénar 2.000.000 að það skiptir hann kannski ekki máli að fá 20.000 króna sekt en sá sem er bara með 200.000 ja- fyrir hann eru 20.000 krónur peningar!
Sekt fyrir hélaðar rúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo innilega sammála þér ...heyr heyr...
Harpa Hall (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.