Þjónustustig Hagkaupa Holtagörðum

Það var eiginlega mikið áfall í dag að uppgötva að ekki er hægt að tala við afgreiðslufólk í Hagkaupum Holtagörðum!

Málið er að ég ætlaði bara að kaupa nokkur fataplögg á litla dóttur mína og notfæra mér útsöluna þar.  En það vantaði verðmerkingu á eina flík og þá tók ég bara aðra með verðmiða á og eftir að hafa fundið aðra hluti fór ég að kassanum til að borga og gera grein fyrir því af hverju ég væri með tvær flíkur eins- aðra án miða en hina með miðanum.  Ég sagði við stúlkuna sem var að vinna að ég ætlaði bara að fá aðra flíkina en hefði tekið hina með vegna verðmiðans og fékk axlaypptingu í staðinn og tómlegt bros - æi stúlkan var erlend - skildi ekki heldur ensku og þá fór ég að verða smá fúl.  Jæja -  ég saðist þá bara fara að næsta kassa, það var ekki mikið að gera og nokkrir kassar opnir en engir að bíða, ekkert mál.  Æi - næsta yppti líka öxlum - skildi hvorki íslensku né ensku...

Þá fauk í mig og ég skellti öllu á afgreiðsluborðið og bað þau vel að lifa og fór án þess að kaupa nokkurn hlut!  Á leiðinni út hitti ég nokkra starfsmenn og sá síðasti talaði íslensku!  Aumingja stúlkan, mjög almennileg, sagðist því miður vera sú eina sem talaði íslensku á kassavaktinni og hún þyrfti að hlaupa á milli þjónustuborðs og kassanna þar eð hún þyrfti líka  að afgreiða sígarettur!  Vá - æðisleg þjónusta ha?  Ég bað hana afsökunar en sagðist vera frekar fúl og bað hana í lengstu lög að láta yfirmenn sína vita um óánægju mína og lofaði því að ég skyldi skrifa um þetta á blogginu mínu!  

Það er amk víst að í Hagkaup í Holtagörðum kem ég ekki aftur.  Það eru nægar verslanir sem vilja viðskiptin mín!!!  Adams, Next, búðirnar á Laugaveginum ...  Barnaföt og barnadót er jú til á mörgum stöðum.  Ég mun vissulega gera það sem ég get til að láta aðra vita hverju þeir mega eiga von á í Hagkaupum Holtagörðum...

Ég skil það t.d. í Bónus eins og ástandið hefur verið á vinnumarkaði undanfarið að þar skuli ekki vera starfsfólk sem skilur íslensku - já eða ensku - en Bónus er lággjaldaverslun með lágu þjónustustigi - sem er reyndar alveg ótrúlega gott og hjálplegt starfsfólk upp til hópa.  Sama er að segja um t.d. Hagkaup í Skeifunni...  En Hagkaup í Holtagörðum - NEI TAKK -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband