Vextir, vaxtavextir, verðbólga, óðaverðbólga... ?

Ég var að lesa hjá einum bloggara sem var svo heppinn að hafa vit á því að taka myntkörfulán við íbúðakaup - maðurinn minn og ég vorum ekki svo forsjál við bílakaup fyrir nokkrum árum.  Við borguðum eitthvað inná - mig minnir bara lágmarkið þar eð við vorum að fara úr druslu í nýjan og fannst þetta bara gott svona.  Núna er ábyrgðin að detta niður þar eð bíllinn er að verða þriggja ára gamall og við ætluðum að athuga með að skipta.

Já - heyrðu - við skuldum meira í bílnumen hann er virði í endursölu! ! ! hvernig er það hægt?  Jú með verðbólgu, vísitölutengingum, og öllu þessu fáránlega sem er í gangi hjá okkur í þessu íslenska hagkerfi!  Hvers vegna er t.d. íbúðin mín og allra annarra sem eru að kaupa sér húsnæði inní vísitölu neysluverðs?  Er íbúð eitthvað sem við neytum?  Er hún ekki fasteign sem við erum að eignast?  Ég hef örugglega misskilið þetta eitthvað?  Það sama er með bílinn - við kannski étum hann? 

Við hjónin urðum nett pirruð að heyra þetta með bílinn - en ... svo les maður svona fréttir um vaxtalækkanir og vaxtalækkanir - en sorrý - erlendis!  Við sem hér búum verðum að lifa við vaxtahækkanir og aftur vaxtahækkanir og þá um leið verðbólguhækkun og svo rúllar boltinn áfram og við aumingjarnir sem keyptum bíla í íslenskum krónum á afborgunum skuldum bara meira og meira og lánin - ja þau hækka - og hver græðir?  Bankinn.  Hvað eru ekki bankastjórar landsins með í laun á mánuði?  hvaðan koma þessi gígantísku laun?  jú af vaxtagjöldum, þjónustugjöldum okkar sem erum í klafa vegna viðskipta okkar og skulda... 

Ein alveg nett pirruð á íslenska hagkerfinu!


mbl.is Vextir lækkaðir vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnist að það væri ágætis hugmynd fyrir þig að skella þér í einn góðan kúrs í þjóðhagfræði

Lara (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband