Tarantúla

Halló - er virkilega einhver sem vill eiga svona dýr?  og það sem gæludýr? ég bara spyr...  Errm
mbl.is Tarantúlan reyndi að flýja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Ekki ég, oj bara.

Skil ekki hvað fólk er að spá.

;  ) 

Sigríður Jónsdóttir, 5.2.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Tarantúlan er sauðmeinlaus mönnum og álíka eitruð þeim og geitungur. Hún bítur ekki menn fyrr en í lengstu lög og sé henni ögrað eða ógnað. Ég þekkti eitt sinn fyrir lifandis löngu náunga sem hélt tarantúlu og fékk þá alveg nýja sýn á kvikindi af þessu tagi og hef ekki skilið ofsahræðslu og fóbíu í garð þeirra. Þessar aðfarir og hæp lögreglu og heilbrigðiseftirlits eru beinlínis hlægilegar.

Baldur Fjölnisson, 5.2.2008 kl. 16:43

3 identicon

Það má til gamans geta að tarantúlum finnst ofsalega gott að láta klappa sér.

Atli Freyr Friðbjörnsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 16:59

4 identicon

þessi lög eru svo úreld að það nær ekki nokkurri átt. Á að banna þessi dýr út af því að einhverjar óþroskaðar sálir finnst það "asnalegt" eða "ógeðfellt". Tjah... nú finnst mér ógeðfeldara að hafa hunda og ketti inni hjá sér, þar sem óþrifnaðurinn er MUN meiri en hjá skordýrum sem og skriðdýrum.... eigum við ekki bara að banna það líka?

Gísli Baldur Bragason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:04

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef lýst tarantúlunni sem eins konar áttfættum míkróketti til að reyna að setja hana í hefðbundið gæludýrasamband. En þetta er samt miklu eldri lífvera en kötturinn maðurinn sem er að hrylla sig yfir þessum ógnvætti er bara hvítvoðungur í þróuninni miðað við tarantúluna.

Tarantúlan er afar vel þróað rándýr. Hún lifir á skordýrum, því stærri sem hún er stærri, og stærstu tegundir hennar verða sér úti um mýs og smærri fugla.  Í búum hennar má sjá gott skipulag þar sem hún flokkar fæðubirgðir sínar og vinnslu þeirra (hún formeltir hlutina skipulega með því að dæla í þá ákveðnu efni og neytir þeirra síðan í mauk eða vökvaformi). Dásamleg tegund verð ég að segja.

Baldur Fjölnisson, 6.2.2008 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband