5.2.2008 | 16:28
Ég yrði ekki ábyrg gjörða minna
Jæja, þá er enn einn dæmdur nauðgari væntanlega enn á götunni og frjáls.
Ég segi bara eins og einn sem hefur þegar bloggað um þessa frétt að "óeiginleg samtök" væru kannski bara hið góða? Ég veit bara að sem móðir lítillar stúlku þá fer hún í sjálsvarnaríþróttir fyrr en síðar! - hún er enn eiginlega of lítil en ... Ég yrði ekki ábyrg gjörða minna ef einhver myndi voga sér - það get ég svarið! Ég skil bara ekki hvers vegna það gerist ekki í íslenskum fangelsum sem maður hefur oft heyrt að gerist t.d. í amerískum - að svona menn - þeir komi einfaldlega aldrei út úr fangelsinu en fari einfaldlega "nine feet under..." jafnvel hefur maður heyrt að svívirðilegustu fjöldamorðingjar þeir veigri sér nú ekki við því að bæta svona eins og einu við þegar þeir komast í nálægð við svona afbrotamenn... ég veit ekki hvað er endilega satt eða logið en yfirleitt er þó eitthvað pínulítið satt í öllum sögnum eða?
...
Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðganir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem betur fer höfum við ekki svívirðilega fjöldamorðingja hér á landi, svo var það víst "six feet under."
alladin (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 17:29
Hættir maður að verða ábyrgur gjörða sinna bara við að segja það?
rúnar (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.