Ferðalag

Nú er orðið ansi langt síðan ég bloggaði síðast en ég ætla að reyna að leyfa ykkur að fylgjast með nýjasta ferðalaginu eins og hægt er.

Við lögðum af stað frá KEF til LHR á föstudaginn 31. okt kl. 16:30 - þegar við vorum búin að sækja töskurnar okkar fórum við beina leið í terminal 3 þar sem við fórum um borð í Gul Airline flugvél á leið til Delhi í Indlandi.  Þar sem Gulf Airways er starfrækt frá ríkinu Bahrain var millilent þar.  Næturflugið okkar var eins og við var að búast, tíðindalítið.  En þegar við komum hingað til Bahrain - þaðan sem þetta er skrifað - þá fórum við á þjónustuborðið hjá Gulf Air og athuguðum hvort væri hægt að komast á hótel en ég hafði s.s. haft samband við flugvöllinn í vikunni og fengið þær frábæru frétti að þegar farþegar væru 10 tíma eða meira In Transit þá býður Gulf Air farþegum uppá frítt hótel (ef eitthvað er laust), frían mat og fríar ferðir fram og til baka frá flugvellinum og að flugvellinum aftur.  Bara FRÁBÆRT!!!  

Þetta var ekkert mál - við fengum voucher, fórum í pass control og vorum afgreidd þar með visa til að vera lögleg í landinu (borguðum ekkert fyrir það heldur!) og vorum komin í minibus áleiðis á hótelið á bara 10 mínútum.  Við fengum s.s. eitt herbergi þrjú saman, það átti að vera stórt fjölskylduherbergi, svo þegar við komum voru bara tvö rúm og mín fór niður til að ath hvað væri hægt að gera í því - það átti s.s. eftir að koma með aukarúm til okkar.  En - stúlkan í gestamóttökunni spurði hvort við værum ekki öll þrjú skyld og ég svaraði nei aldeilis ekki, ekkert okkar væri skylt og hún fékk næstum flog :-)  það var svo frábært að sjá á henni svipinn, ímyndið ykkur - þau voru tvö á herberginu á meðan ég var niðri almáttugur - það var eins og það hefði verið framinn á okkur stórglæpur og hún reddaði öðru herbergi fyrir herramanninn í ferðinni, hann Loft.  Við Arna vorum þá bara tvær í stóru herbergi.  Auðvitað var þetta betra en hitt hefði bjargast í einn dag - ekki einu sinni það - 12 tíma því við komum á hótelið um 09 og áttum að fara um 21 ... 

Við lögðum okkur aðeins til hádegis, fórum svo í hádegismat sem var frábært hlaðborð og síðan í göngutúr. Að vísu fórum við með leigubíl í miðbæinn og löbbuðum þar í næstum þrjá tíma í rúmlega 30 stiga hita, þá var þetta bara orðið gott og við öll orðin frekar mikið þreytt.  Við fundum okkur þá leigubíl og fórum til baka - en við hliðina á hótelinu sem við vorum á var veitingastaður "Bennigans" sem hljómaði í okkar eyru eins og eitthvað írskt og fórum við þar inn til að athuga hvort hægt væri að fá eins og einn öl í þessu landi?  Mikil ósköp - margar tegundir, Heineken, Stella, Fosters o.s.frv. rosalega var það gott!

Nú síðan var bara haldið aftur á hótelið, lagt sig í smástund, sturta, pakka aftur í handfarangurinn (hinn varð eftir á flugvellinum) og svo í kvöldmat og á flugvöllin þar sem við sitjum núna öll þrjú og erum að vinna á tölvurnar okkar - fluginu okkar seinkaði um hálftíma og flugvöllurinn hér er kannski svipaður að stærð og Keflavík þó hann sé aðeins öðru vísi í laginu en hér er dýrt!  Dior maskari kostar hér um 4.000 krónur! 

Ég held áfram að skrifa þegar við erum komin til Indlands til Delhi.

kær kveðja til allra á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband