31.1.2008 | 10:43
Britney og frægu börnin
Aumingja stúlkan - ég segi ekki annað -
Þetta er dæmigerður afrakstur af því sem ég kalla stundum "foreldravandamál" börnin okkar verða eins og við ölum þau upp - amk innrætið. Segir ekki máltækið; börnin læra það sem fyrir þeim er haft? Var ekki Britney fræg sem táningur eða jafnvel áður? Var ekki mamma hennar með það á heilanum að hún ætti að verða fræg? setti hana í alls konar kennslu, dans, söng, og ... fékk hún nokkurn tímann tækifæri til að vera eðlilegt barn?
Ef minnið mitt er rétt - þá var þetta nokkurn veginn svona og þá segi ég nú bara guði sé lof að við hér á þessum fallega kalda klaka okkar erum upp til hópa ekki í þessari vitleysunni!
Auðvitað verða börnin okkar að fá vissan aga framkvæmdan með ást og umhyggju, en þau fá líka upp til hópa að njóta sín sem börn. Leika sér á leikskóla, mörg fara í kór, eða fimleika, eða sund, eða dans, eða aðrar íþróttir sem er bara hollt.
En íslenskir krakkar eiga auvðitað við annað vandamál að stríða - upp til hópa - það er aga - og virðingar leysi og það að foreldrar ætlast til þess að stofnanir ali þau upp... en það er kannski bara annað blogg síðar? þ.e.a.s. sú umræða?
Læknar kallaðir að heimili Spears | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 10:35
Fæddur í mannþröng!
Þetta er auðvitað frábært nafn!
Hvernig dettur okkur Íslendingum í hug að ekki megi skíra börn það sem maður vill? Mannanafnanefnd verður þá kannski óþörf? Við gætum þá tekið upp nöfn eins og þetta - Zhongseng - Fæddur í mannþröng! Hugsið ykkur, við gætum tekið upp líka nöfn eins og Fæddur á gangi (þegar allt er fullt á fæðingardeildinni og konur liggja frammi - ef það gerist þ.e.a.s.?) svo gætum við verið með - Fæddur í sjúkrabíl... svo mætti lengi telja og hugmyndaflug mitt nær vissulega ekki svo langt ! :-) Væri þetta ekki frábært?
Fæddur í mannþröng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 02:45
Þjónustustig Hagkaupa Holtagörðum
Það var eiginlega mikið áfall í dag að uppgötva að ekki er hægt að tala við afgreiðslufólk í Hagkaupum Holtagörðum!
Málið er að ég ætlaði bara að kaupa nokkur fataplögg á litla dóttur mína og notfæra mér útsöluna þar. En það vantaði verðmerkingu á eina flík og þá tók ég bara aðra með verðmiða á og eftir að hafa fundið aðra hluti fór ég að kassanum til að borga og gera grein fyrir því af hverju ég væri með tvær flíkur eins- aðra án miða en hina með miðanum. Ég sagði við stúlkuna sem var að vinna að ég ætlaði bara að fá aðra flíkina en hefði tekið hina með vegna verðmiðans og fékk axlaypptingu í staðinn og tómlegt bros - æi stúlkan var erlend - skildi ekki heldur ensku og þá fór ég að verða smá fúl. Jæja - ég saðist þá bara fara að næsta kassa, það var ekki mikið að gera og nokkrir kassar opnir en engir að bíða, ekkert mál. Æi - næsta yppti líka öxlum - skildi hvorki íslensku né ensku...
Þá fauk í mig og ég skellti öllu á afgreiðsluborðið og bað þau vel að lifa og fór án þess að kaupa nokkurn hlut! Á leiðinni út hitti ég nokkra starfsmenn og sá síðasti talaði íslensku! Aumingja stúlkan, mjög almennileg, sagðist því miður vera sú eina sem talaði íslensku á kassavaktinni og hún þyrfti að hlaupa á milli þjónustuborðs og kassanna þar eð hún þyrfti líka að afgreiða sígarettur! Vá - æðisleg þjónusta ha? Ég bað hana afsökunar en sagðist vera frekar fúl og bað hana í lengstu lög að láta yfirmenn sína vita um óánægju mína og lofaði því að ég skyldi skrifa um þetta á blogginu mínu!
Það er amk víst að í Hagkaup í Holtagörðum kem ég ekki aftur. Það eru nægar verslanir sem vilja viðskiptin mín!!! Adams, Next, búðirnar á Laugaveginum ... Barnaföt og barnadót er jú til á mörgum stöðum. Ég mun vissulega gera það sem ég get til að láta aðra vita hverju þeir mega eiga von á í Hagkaupum Holtagörðum...
Ég skil það t.d. í Bónus eins og ástandið hefur verið á vinnumarkaði undanfarið að þar skuli ekki vera starfsfólk sem skilur íslensku - já eða ensku - en Bónus er lággjaldaverslun með lágu þjónustustigi - sem er reyndar alveg ótrúlega gott og hjálplegt starfsfólk upp til hópa. Sama er að segja um t.d. Hagkaup í Skeifunni... En Hagkaup í Holtagörðum - NEI TAKK -
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 13:34
Hélaðar rúður - sektir
Þetta er náttúrulega alveg sjálfsagt að sekta fyrir að skafa ekki af rúðum - en ég spyr - hvað með ökuljósin? Hversu margir hafa ekki keyrt undanfarna daga á móti bíl þar sem eigandinn nennti ekki að skafa af ljósunum og þykkt snjólag verið yfir þannig að ekki sást neitt - eða í mesta lagir örlítil ljóstýra - frá ökuljósum bílsins? Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna það væri ekki sektað við þessu? Lögreglan á að vera duglegri að sekta og ekki gefa neitt eftir í þessum efnum því þetta varðar öryggi okkar allra sem erum á götunum sama hvort við erum fótgangandi, í bíl, hjólandi eða hvað. Sama má segja um þá sem skafa af bílum sínum 20 sm gat í framrúðunni og sjá því rétt út um glugga bilsins en svo ekki söguna meir.
En þetta er bara mín skoðun... Lögreglan á að sekta og það dyggilega - ekki einhverjar aumingja 5000 krónur - nei það eiga að vera amk 15000 og allt upp í 60000 eftir tekjum einstaklinga! eins og gert er t.a.m. í Finnlandi. Umferðarsektir fara þar á bæ eftir tekjum og er bara viss prósenta af þeim!!!! þannig að sá sem þénar 200.000 fær hlutfallslega sömu sekt og sá sem er með 2.000.000 í laun á mánuði því það gefur auga leið að sá sem þénar 2.000.000 að það skiptir hann kannski ekki máli að fá 20.000 króna sekt en sá sem er bara með 200.000 ja- fyrir hann eru 20.000 krónur peningar!
Sekt fyrir hélaðar rúður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 14:16
Nýtt af nálinni
Þetta er tilraunaverkefni - þar eð tæknin er ekki alveg mín sterkasta hlið - en við skulum reyna og sjá til hvað verður úr þessu hjá mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)